Nú hafa rúmlega 300 manns skráð sig á Sjávarútvegsráðstefnuna 2012 sem haldin verður á Grand Hótel í Reykjavík næstkomandi fimmtudag og föstudag. Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði tæplega 400 talsins.

Sjávarútvegsráðstefnan er stærsti vettvangur allra sem starfa í sjávarútveginum en þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin.  Á ráðstefnunni verða haldin 30 erindi um mikilvæg málefni sjávarútvegs um þessar mundir.

Heiti málstofa og áherslur eru eftirfarandi:

• Íslenskur sjávarútvegur 2012. Heildaryfirlit yfir framboð og áleitnum spurningum svarað.

• Eiga Íslendingar að vera með sameiginlegt markaðsstarf? Mikilvæg spurning þegar markaðir virðast vera erfiðari en síðustu árin.

• Framtíðartækifæri í fiskeldi. Mikill vöxtur í ár, hvernig verða næstu árin?

• Allt hráefni á land? Ný lög setja kvaðir á útgerðir, hvernig geta þau mætt þeim?

• Er framtíð í fullvinnslu á Íslandi? Hvernig er hægt að auka virði framleiðslunnar?

• Heimsframboð helstu botnfisktegunda. Það er ekki bara aukning í þorski á Íslandi, hvaða áhrif hefur aukning t.d. í Barentshafi?

• Framboð og eftirspurn uppsjávarfiska í N-Atlantshafi. Mikil aukning í uppsjávarveiðum í ár, hvernig eru horfur næstu árin?

• Opportunities for the seafood industry of Iceland in the EU, now or as member. Hvaða tækifæri eru fyrir íslensk fyrirtæki innan ESB í dag eða sem meðlimur?

Nánari upplýsingar eru á vefnum www.sjavarutvegsradstefnan.is