Óvissa ríkir um útflutning á hertum fiski á þessu ári vegna gengisfalls nærunnar, gjaldmiðils Nígeríu. Sala á íslenskri skreið til Nígeríu gekk hins vegar vel á síðasta ári og er um aukningu að ræða frá árinu 2013, bæði í magni og verðmætum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2014 voru flutt út til Nígeríu 21.620 tonn af hertum fiski, aðallega hertum hausum. Þetta er svipað magn og allt árið 2013 en þá voru flutt út í heild um 21.740 tonn. Tölur fyrir desember 2014 liggja ekki fyrir en ljóst er að allt stefnir í að útflutningur í tonnum talið verði meiri en árið á undan.
Útflutningsverðmæti hertu fiskafurðanna til Nígeríu nam um 13,5 milljörðum á ellefu fyrstu mánuðunum á síðasta ári. En á öllu árinu 2013 nam þessi útflutningur rúmum 12,4 milljörðum.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.