Geiri Pétursson skipstjóri var staddur miðja vegu milli Falklandseyja og Tierra del Fuego, syðsta fylkisins í Argentínu, í reynslutúr á nýuppgerðum 120 metra löngum og 18 metra breiðum verksmiðjutogara, Centurión del Atlántico, þegar blaðamaður náði tali af honum í gegnum Starlink kerfið í brúnni og WhatsApp samskiptaforritið. Togarinn, sem smíðaður var 1986 í Japan, er nýlega kominn á sín heimamið úti fyrir syðstu byggðum í Argentínu og talsvert stendur til.

Geiri er Húsvíkingur en hefur verið búsettur á Nýja-Sjálandi í 35 ár. Síðastliðin 17 ár hefur hann verið skipstjóri á skipum sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu. Og nú er hann að taka við Centurión del Atlántico úr gagngerri uppgerð í Noregi.

Centurión del Atlántico.
Centurión del Atlántico.

Breytingin tók tvö ár

Skip Estremar, útgerðar Centurión del Atlántico, eru gerð út frá syðstu höfn Argentínu, Ushuaia, til veiða meðal annars á kolmunna, hokinhala, tannfiski og fleiri tegundum. Geiri var áður skipstjóri á verksmiðjutogaranum Tai An en fyrir þremur árum komst útgerð þess skips í eigu Estremar. Jafnframt ákvað fyrirtækið að breyta Centurión del Atlantico í surimi vinnslutogara og spara engu til í véltækni, vinnslutækni og búnaði í brú.

„Við erum á fyrsta togaranum á suðurhveli jarðar sem er „diesel-electric“. Í skipinu er gríðarlegt magn af rafhlöðum og við getum keyrt skipið eingöngu fyrir rafmagni og höfum gert það. En það er kannski ekki til langrar keyrslu en kerfið er algjörlega sjálfvirkt. Þegar ég stjórna uppi í brú þá veit ég vart gjörla hvaða vélar eru í gangi og hvort keyrt er fyrir rafmagni eða olíu,“ segir Geiri í viðtali í tímariti Fiskifrétta sem áskrifendur geta nálgast hér.

Geiri Pétursson skipstjóri var staddur miðja vegu milli Falklandseyja og Tierra del Fuego, syðsta fylkisins í Argentínu, í reynslutúr á nýuppgerðum 120 metra löngum og 18 metra breiðum verksmiðjutogara, Centurión del Atlántico, þegar blaðamaður náði tali af honum í gegnum Starlink kerfið í brúnni og WhatsApp samskiptaforritið. Togarinn, sem smíðaður var 1986 í Japan, er nýlega kominn á sín heimamið úti fyrir syðstu byggðum í Argentínu og talsvert stendur til.

Geiri er Húsvíkingur en hefur verið búsettur á Nýja-Sjálandi í 35 ár. Síðastliðin 17 ár hefur hann verið skipstjóri á skipum sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu. Og nú er hann að taka við Centurión del Atlántico úr gagngerri uppgerð í Noregi.

Centurión del Atlántico.
Centurión del Atlántico.

Breytingin tók tvö ár

Skip Estremar, útgerðar Centurión del Atlántico, eru gerð út frá syðstu höfn Argentínu, Ushuaia, til veiða meðal annars á kolmunna, hokinhala, tannfiski og fleiri tegundum. Geiri var áður skipstjóri á verksmiðjutogaranum Tai An en fyrir þremur árum komst útgerð þess skips í eigu Estremar. Jafnframt ákvað fyrirtækið að breyta Centurión del Atlantico í surimi vinnslutogara og spara engu til í véltækni, vinnslutækni og búnaði í brú.

„Við erum á fyrsta togaranum á suðurhveli jarðar sem er „diesel-electric“. Í skipinu er gríðarlegt magn af rafhlöðum og við getum keyrt skipið eingöngu fyrir rafmagni og höfum gert það. En það er kannski ekki til langrar keyrslu en kerfið er algjörlega sjálfvirkt. Þegar ég stjórna uppi í brú þá veit ég vart gjörla hvaða vélar eru í gangi og hvort keyrt er fyrir rafmagni eða olíu,“ segir Geiri í viðtali í tímariti Fiskifrétta sem áskrifendur geta nálgast hér.