Í morgun höfðu 249.000 manns hafa skrifað undir áskorun breska matreiðslumannsins Hugh Fearnley-Whittingstall til fiskveiðistjóra Evrópusambandsins, Maria Damanaki, um að brottkast á fiski verði þegar í stað bannað innan Evrópusambandsins.
Í frétt á vef LÍÚ kemur fram, að undirskriftasöfnunin hafi hafist í nóvember undir yfirskriftinni Hugh's Fish Fight. Hún fór rólega af stað þrátt fyrir talsverða kynningu, en hefur vakið ört vaxandi athygli í kjölfar sjónvarpsþáttar á Channel 4, þar sem Fearnley-Whittingstall sýnir stórfellt brottkast breskra sjómanna. Frá því síðdegis í gær og þar til í morgun hafði undirskriftunum fjölgað úr 137.000 í 249.000.
Myndskeið úr sjónvarpsþættinum er nú aðgengilegt á netinu með íslenskum texta . Þar lýsa sjómenn því hryggir í bragði að þeir eigi engra annarra kosta völ en að kasta góðu hráefni fyrir borð. Vegna reglna ESB megi þeir ekki koma með aflann að landi.