Nýtt togskip kom til landsins fyrir skemmstu og mun bera nafnið Vestmannaey. Nú hefur gamla skipinu sem bar þetta nafn fengið nafnið Smáey og einkennisstafina VE 444. Útgerðarfélagið Bergur-Huginn hefur áður átt skip sem borið hefur nafnið Smáey en það var selt árið 2012 til Grenivíkur.
Frá þessu segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Gert er ráð fyrir að ný Bergey, sem er systurskip nýrrar Vestmannaeyjar, komi til landsins í septembermánuði nk. en núverandi Bergey hefur verið seld Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði og er gert ráð fyrir að skipið verði afhent nýjum eiganda í síðasta lagi í septembermánuði nk.