Færeyski flakafrystitogarinn Næraberg frá Klakksvík, sem seldur var þaðan árið 2000, hefur nú verið endurbyggður sem fljótandi veitingahús í Brasilíu. Hann hefur fengið nafnið Almirante Maximiano en eftir að skipið var selt frá Færeyjum á sínum tíma hét það Ocean Empress. Það er brasilíska ríkið sem á og rekur skipið.

Eins og gefur að skila er þetta ekki sama Nærabergið og komst í fréttirnar nú síðsumars vegna þess að því var meinað um afgreiðslu í Hafnarfjarðarhöfn.

Frá þessu er skýrt á færeyska vefnum portal.fo