Meira en helmingur af afla íslensku veiðiskipanna á síðasta ári var djúpkarfi, sem þykir eftirsóknarverðari en úthafskarfinn, en eigi að síður er verið að veiða úr úthafskarfakvótanum að nafninu til. Þá er ekki með vissu vitað hvort djúpkarfinn í úthafínu er af sama stofni og djúpkarfinn í kantinum innan íslenskrar lögsögu.

Meðfylgjandi mynd sýnir á táknrænan hátt hvaða vandamál er við að eiga varðandi aðgreiningu karfastofna á svæðinu A-Grænland/Ísland/Færeyjar. Alls er talið að um 5-6 karfastofna geti verið að ræða á því svæði.

Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, lét Fiskifréttum skýringarmyndina í té og eftirfarandi skýringartexta:

Innan lögsögu

Þessi skýringarmynd sýnir í hnotskurn við hvaða vandamál er að eiga varðandi aðgreiningu karfastofna á hafsvæðinu  við Grænland, Ísland og Færeyjar. Sjá nánari útskýringar í greininni. Úr Fiskifréttum 12. júní 1998.
Þessi skýringarmynd sýnir í hnotskurn við hvaða vandamál er að eiga varðandi aðgreiningu karfastofna á hafsvæðinu við Grænland, Ísland og Færeyjar. Sjá nánari útskýringar í greininni. Úr Fiskifréttum 12. júní 1998.

„Ef litið er á myndina má hugsa sér að efst til hægri sé Reykjanes og að myndin sýni þversnið af sjónum (og að hluta til botninum) í um 400 sjómílur suðvestur frá landi. Grynnst við suðvesturströndina er litli karfi algengasta karfategundin. Það er eina tegundin við landið sem ekki er talin deilast í fleiri stofna.

Gullkarfi er einn af okkar mikivægustu karfastofnum og er algengasti karfastofninn á milli 150- 400 metra dýpi við Suðurland að Vesturlandi eins og á öðrum veiðisvæðum karfa við landið. Talið hefur verið að „aldamótakarfi“ eða „risakarfi“ sé af sama stofni, að einungis hafi verið um að ræða gamla einstaklinga af gullkarfa.

Nýjar vísbendingar gefa til kynna að „aldamótakarfinn“, sem veiðst hefur í litlum mæli við landið og á djúpum, geti verið sérstakur stofn. Eru þær vísbendingar byggðar á erfafræðilegum aðferðum.

Sá karfastofn sem veiðist á mestu dýpi við landgrunnið er djúpkarfi. Hann fæst mest á 450- 650 metra dýpi úti fyrir sunnan- og vestanverðu landinu. Hann veiðist einnig við Suðaustur- og Austurland.

Úthafið

Fiskifréttir 12. júní 1998.
Fiskifréttir 12. júní 1998.

Utan landgrunnsins er veitt úr karfastofnum sem hafa sama tegundarnafn og djúpkarfinn á landgrunni Íslands. Þar er þó talið hugsanlegt að um fleiri en einn stofn sé að ræða. Íslendingar hafa tundað úthafskarfaveiðar frá árinu 1989.

Sú þróun hefur orðið frá því að þessar veiðar hófust að á síðustu árum hefur verið togað á mun meira dýpi en var fyrstu árin. Þessi þróun hefur orðið bæði samfara aukinni þekkingu manna á veiðitækni og ekki síst aukinni þekkingu á útbreiðslu stærri karfa sem finnst dýpra og flokkaður hefur verið sem djúpkarfi. Því hafa menn haft af því verulegar áhyggjur að við „úthafskarfaveiðar“ séu í raun stundaðar veiðar á djúpkarfa sem hugsanlega gæti verið af sama stofni og sá karfi sem veiddur er hér við land samkvæmt kvóta.

Lítið er vitað hvernig samspili úthafskarfa og djúpkarfa er háttað, en allt frá árinu 1995 hefur verið unnið að því með erfðafræðilegum athugunum að reyna að svara þeirri spurningu.