Gríðarlegur áhugi virðist vera á lúðuveiðum um þessar mundir og ein níu stór skip eru þegar byrjuð á lúðuveiðum með línu djúpt suður og vestur af landinu. Þar af eru tvö loðnuskip og frystir annað þeirra aflann um borð.

Samkvæmt heimildum Fiskifrétta eru miklar líkur taldar á því að stór floti skipa fari til lúðuveiða nú að aflokinni vetrarvertíð og heyrst hefur að skip allt niður í 10 brúttórúmlestir verði send á miðin. Bolfiskkvótar margra skipa eru nú á þrotum og því freista lúðuveiðarnar meira en ella.

Skipin sem nú eru að lúðuveiðum eru Stefán Þór RE, Ásgeir Frímanns ÓF, Grindvíkingur GK, Eldeyjar-Hjalti GK, Skarfur GK, Barðinn GK, Hafsteinn EA og Hamar SH og verið var að útbúa Keflvíking KE á veiðarnar er síðast fréttist.

Línuveiðiskipin Stefán Þór RE og Ásgeir Frímanns ÓF hafa verið gerð út á vannýttar fiskitegundir, s.s. keilu, löngu og lúðu, árið um kring og hefur aflinn verið frystur um borð. Um borð í þessum skipum eru norskir fiskilóðsar sem hafa margra áratuga reynslu aflínuveiðum hér við land.

Mikill áhugi en veiðin dræm

ldeyjar-Hjalti GK var eitt skipanna sem voru á lúðuveiðum um 90 sjómílur  suðvestur af landinu í apríl 1991.
ldeyjar-Hjalti GK var eitt skipanna sem voru á lúðuveiðum um 90 sjómílur suðvestur af landinu í apríl 1991.

Lúðan verður einnig fryst um borð í Grindvíkingi GK en hin skipin eru gerð út á ísfiskveiðar. Þess má geta að Skarfur GK hefur landað einu sinni eftir að lúðuveiðarnar hófust og var aflinn alls rúm 10 tonn.

Fiskifréttir náðu tali af Ásgeiri Magnússyni, skipstjóra á Eldeyjar—Hjalta GK, nú um miðja vikuna en hann var þá staddur u.þ.b. 90 mílur vest—suðvestur af Reykjanesi í fyrsta túr á lúðumiðunum.

Að sögn Ásgeirs var ágætis kropp fyrir helgina en þá brældi og lágu veiðar niðri í tvo daga. Stórstreymt var nú um miðja vikuna og sagði Ásgeir aflann hafa verið tregan.

„Við höfum orðið varir við gríðarlegan áhuga á þessum veiðiskap og það er eins og að menn séu hræddir um að það verði settur kvóti á lúðuveiðarnar innan skamms. Því eru allir að reyna að skapa sér einhverja reynslu áður en kvótinn verður settur á,“ sagði Ásgeir en í máli hans kom fram að hvalur og hákarl hefðu verið að gera skipunum lífið leitt að undanförnu.

Hvalurinn hreinsar lúðuna alveg af línunni en hákarlinn skilur hins vegar hausinn eftir. Dálítið er af keilu sem aukaafla en henni er beitt jafnóðum.

Sveiflukennt markaðsverð

Fiskifréttir 19. apríl 1991.
Fiskifréttir 19. apríl 1991.

Að sögn Arnar Traustasonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfélagsins Eldeyjar hf., hafa Norðmenn verið að greiða á milli 38 og 40 norskar krónur fyrir kílóið af hausaðri og frystri lúðu að undanförnu en það samsvarar 345 til 365 íslenskum krónum fyrir kílóið.

Markaðsverð fyrir ísaða lúðu á mörkuðunum hér heima hefur verið mjög sveiflukennt eða frá rúmum 200 krónum og upp í um 400 krónur fyrir kílóið. Magnið hefur hins vegar verið sáralítið og hætt er við því að verðið falli mikið ef framboðið eykst að ráði.

Örn sagði að Eldeyjar-Hjalti hefði verið á lúðu í júní og júlí í fyrra en besta veiðitímabilið væri talið í apríl og maí. Aflaverðmætið hefði verið um fimm milljónir króna í hvorum mánuði en það væri of lítið. Sjö til átta milljónir þyrfti á mánuði til þess að útgerðin skilaði arði.

Gríðarlegur áhugi virðist vera á lúðuveiðum um þessar mundir og ein níu stór skip eru þegar byrjuð á lúðuveiðum með línu djúpt suður og vestur af landinu. Þar af eru tvö loðnuskip og frystir annað þeirra aflann um borð.

Samkvæmt heimildum Fiskifrétta eru miklar líkur taldar á því að stór floti skipa fari til lúðuveiða nú að aflokinni vetrarvertíð og heyrst hefur að skip allt niður í 10 brúttórúmlestir verði send á miðin. Bolfiskkvótar margra skipa eru nú á þrotum og því freista lúðuveiðarnar meira en ella.

Skipin sem nú eru að lúðuveiðum eru Stefán Þór RE, Ásgeir Frímanns ÓF, Grindvíkingur GK, Eldeyjar-Hjalti GK, Skarfur GK, Barðinn GK, Hafsteinn EA og Hamar SH og verið var að útbúa Keflvíking KE á veiðarnar er síðast fréttist.

Línuveiðiskipin Stefán Þór RE og Ásgeir Frímanns ÓF hafa verið gerð út á vannýttar fiskitegundir, s.s. keilu, löngu og lúðu, árið um kring og hefur aflinn verið frystur um borð. Um borð í þessum skipum eru norskir fiskilóðsar sem hafa margra áratuga reynslu aflínuveiðum hér við land.

Mikill áhugi en veiðin dræm

ldeyjar-Hjalti GK var eitt skipanna sem voru á lúðuveiðum um 90 sjómílur  suðvestur af landinu í apríl 1991.
ldeyjar-Hjalti GK var eitt skipanna sem voru á lúðuveiðum um 90 sjómílur suðvestur af landinu í apríl 1991.

Lúðan verður einnig fryst um borð í Grindvíkingi GK en hin skipin eru gerð út á ísfiskveiðar. Þess má geta að Skarfur GK hefur landað einu sinni eftir að lúðuveiðarnar hófust og var aflinn alls rúm 10 tonn.

Fiskifréttir náðu tali af Ásgeiri Magnússyni, skipstjóra á Eldeyjar—Hjalta GK, nú um miðja vikuna en hann var þá staddur u.þ.b. 90 mílur vest—suðvestur af Reykjanesi í fyrsta túr á lúðumiðunum.

Að sögn Ásgeirs var ágætis kropp fyrir helgina en þá brældi og lágu veiðar niðri í tvo daga. Stórstreymt var nú um miðja vikuna og sagði Ásgeir aflann hafa verið tregan.

„Við höfum orðið varir við gríðarlegan áhuga á þessum veiðiskap og það er eins og að menn séu hræddir um að það verði settur kvóti á lúðuveiðarnar innan skamms. Því eru allir að reyna að skapa sér einhverja reynslu áður en kvótinn verður settur á,“ sagði Ásgeir en í máli hans kom fram að hvalur og hákarl hefðu verið að gera skipunum lífið leitt að undanförnu.

Hvalurinn hreinsar lúðuna alveg af línunni en hákarlinn skilur hins vegar hausinn eftir. Dálítið er af keilu sem aukaafla en henni er beitt jafnóðum.

Sveiflukennt markaðsverð

Fiskifréttir 19. apríl 1991.
Fiskifréttir 19. apríl 1991.

Að sögn Arnar Traustasonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfélagsins Eldeyjar hf., hafa Norðmenn verið að greiða á milli 38 og 40 norskar krónur fyrir kílóið af hausaðri og frystri lúðu að undanförnu en það samsvarar 345 til 365 íslenskum krónum fyrir kílóið.

Markaðsverð fyrir ísaða lúðu á mörkuðunum hér heima hefur verið mjög sveiflukennt eða frá rúmum 200 krónum og upp í um 400 krónur fyrir kílóið. Magnið hefur hins vegar verið sáralítið og hætt er við því að verðið falli mikið ef framboðið eykst að ráði.

Örn sagði að Eldeyjar-Hjalti hefði verið á lúðu í júní og júlí í fyrra en besta veiðitímabilið væri talið í apríl og maí. Aflaverðmætið hefði verið um fimm milljónir króna í hvorum mánuði en það væri of lítið. Sjö til átta milljónir þyrfti á mánuði til þess að útgerðin skilaði arði.