Alls sóttu um 14 þúsund manns sjávarútvegssýninguna, sem haldin var í Laugardalshöll dagana 22. til 26. september. Erlendir gestir sem komu beint til að skoða sýninguna voru skráðir 741, til viðbótar komu um 800 manns á vegum erlendra fyrirtækja, sem tóku þátt í sýningunni.

Það var samdóma álit manna, að sýningin hefði heppnast einstaklega vel og margir voru þeir sem sögðu að þetta væri einhver sú besta sjávarútvegssýning, sem haldin hefði verið í heiminum, undanfarin ár.

Flestir erlendu gestanna komu frá Noregi eða 221, þá komu 70 frá Færeyjum, 62 frá Danmörku, 89 frá Svíþjóð, 45 frá Finnlandi, 31 frá Kanada, 35 frá Bandaríkjunum, 28 frá V-Þýskalandi, 2 frá Kína, 38 frá Bretlandi, en alls komu gestir frá 23 löndum á sýninguna.

Fiskifréttir 26. október 1984.
Fiskifréttir 26. október 1984.

Skipuleggjandi sýningarinnar, breska fyrirtækið Industrial and Trade Fairs  International Ltd., hefur þegar ákveðið að halda aðra sjávarútvegssýningu á Íslandi eftir þrjú ár í samvinnu við umboðsaðila sinn á Íslandi, Alþjóðlegar vörusýningar.

Fiskifréttir ræddu við nokkra þeirra sem tóku þátt í sýningunni og spurðu þá álits. Fara svör þeirra hér á eftir.

Breiddin meiri en á öðrum sýningum

„Sjálfur hafði ég það mikið að gera á sýningunni, að mér gafst ekki tími til að skoða hana nægilega vel. Það sem maður sá og heyrði hjá öðrum var að breiddin á þessari sýningu væri meiri en á öðrum sjávarútvegssýningum, sem haldnar hafa verið undanfarið,“ sagði Reynir Guðjónsson, framkvæmdastjóri hjá Ísmar hf.

„Þá hef ég ekki áður verið á sýningu, þar sem jafn mikil umferð hefur verið á bás og hér. Þeir útlendingar, sem ég hitti á sýningunni voru mjög ánægðir með hana og sumir hverjir alveg í skýjunum. Hins vegar átti ég von á meira af fjölskyldufólki á sýninguna því þessi sýning átti erindi til allra, hvort sem þeir voru í sjávarútvegi eða ekki. Íslenska sjávarútvegssýningin gaf það góða raun, að mitt fyrirtæki mun ekki hika við að taka þátt í næstu sýningu.“

Svona sýning á fyllsta rétt á sér

Hér má sjá Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra á básnum hjá Baader
Hér má sjá Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra á básnum hjá Baader

„Mér fannst sýningin mjög góð, þótt ekki hafi verið mikið um beinar pantanir á henni. Sýning sem þessi á fyllsta rétt á sér. Helsti galli við sýningarhald sem þetta á Íslandi er hversu fá hótelin eru, og af þeim sökum komust ekki allir þeir útlendingar til landsins, sem höfðu áhuga á að koma. Þá má nefna annan galla, fólk utan af landi kvartaði yfir hversu stutt sýningin stóð. Ef hún hefði staðið eins og tveimur dögum lengur hefði aðsóknin orðið enn meiri,“ sagði Ævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Seifs hf.

Kom mér á óvart

„Ég verð að segja að sýningin kom mér verulega á óvart,“ sagði Friðrik Gunnarsson framkvæmdastjóri hjá Vélasölunni hf.

„Áhuginn fyrir sýningunni var meiri en maður átti von á fyrir fram og þarna hitti maður bæði gamla viðskiptavini og nýja. Þá finnst okkur hreint ótrúlegt hversu mikið af pöntunum við fengum á sýningunni og sjáum við vart fram úr verkefnum í bili. Við erum ákveðnir í að taka þátt í næstu  sýningu og þá ætlum við að vera með tvöfalt meira pláss,“ sagði Friðrik.

Íslendingum til sóma

„Þessi sjávarútvegssýning var mjög góð og okkur Íslendingum til mikils sóma,“ sagði Jósafat Hinriksson, framkvæmdastjóri J. Hinriksson hf., en sennilega hefur enginn  Íslendingur tekið þátt í fleiri sjávarútvegssýningum en einmitt Jósafat.

„Margir útlendinganna sem ég hitti á sýningunni, sögðu, að sýningin hér væri sú besta, sem þeir hefðu séð. Hins vegar hentar það illa hér á landi að loka sýningum klukkan 18.00. Ástæðan er einfaldlega sú, að Íslendingar vinna það lengi að þeir komast oft ekki fyrr en undir kvöldmat, til að skoða. Þetta sást best á því, að þegar sýningunni var lokað klukkan 18.00  á daginn, var yfirleitt allt orðið fullt inni. Á sýningum erlendis get ég oft farið út kl. 17.00, þótt opið sé til klukkan 18.00, því eftir þann tíma koma ekki fleiri til að skoða. Því tel ég nauðsynlegt að næsta sýning sé opin til að minnsta kosti 19.00, helst til klukkan 20.00.“

Alls sóttu um 14 þúsund manns sjávarútvegssýninguna, sem haldin var í Laugardalshöll dagana 22. til 26. september. Erlendir gestir sem komu beint til að skoða sýninguna voru skráðir 741, til viðbótar komu um 800 manns á vegum erlendra fyrirtækja, sem tóku þátt í sýningunni.

Það var samdóma álit manna, að sýningin hefði heppnast einstaklega vel og margir voru þeir sem sögðu að þetta væri einhver sú besta sjávarútvegssýning, sem haldin hefði verið í heiminum, undanfarin ár.

Flestir erlendu gestanna komu frá Noregi eða 221, þá komu 70 frá Færeyjum, 62 frá Danmörku, 89 frá Svíþjóð, 45 frá Finnlandi, 31 frá Kanada, 35 frá Bandaríkjunum, 28 frá V-Þýskalandi, 2 frá Kína, 38 frá Bretlandi, en alls komu gestir frá 23 löndum á sýninguna.

Fiskifréttir 26. október 1984.
Fiskifréttir 26. október 1984.

Skipuleggjandi sýningarinnar, breska fyrirtækið Industrial and Trade Fairs  International Ltd., hefur þegar ákveðið að halda aðra sjávarútvegssýningu á Íslandi eftir þrjú ár í samvinnu við umboðsaðila sinn á Íslandi, Alþjóðlegar vörusýningar.

Fiskifréttir ræddu við nokkra þeirra sem tóku þátt í sýningunni og spurðu þá álits. Fara svör þeirra hér á eftir.

Breiddin meiri en á öðrum sýningum

„Sjálfur hafði ég það mikið að gera á sýningunni, að mér gafst ekki tími til að skoða hana nægilega vel. Það sem maður sá og heyrði hjá öðrum var að breiddin á þessari sýningu væri meiri en á öðrum sjávarútvegssýningum, sem haldnar hafa verið undanfarið,“ sagði Reynir Guðjónsson, framkvæmdastjóri hjá Ísmar hf.

„Þá hef ég ekki áður verið á sýningu, þar sem jafn mikil umferð hefur verið á bás og hér. Þeir útlendingar, sem ég hitti á sýningunni voru mjög ánægðir með hana og sumir hverjir alveg í skýjunum. Hins vegar átti ég von á meira af fjölskyldufólki á sýninguna því þessi sýning átti erindi til allra, hvort sem þeir voru í sjávarútvegi eða ekki. Íslenska sjávarútvegssýningin gaf það góða raun, að mitt fyrirtæki mun ekki hika við að taka þátt í næstu sýningu.“

Svona sýning á fyllsta rétt á sér

Hér má sjá Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra á básnum hjá Baader
Hér má sjá Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra á básnum hjá Baader

„Mér fannst sýningin mjög góð, þótt ekki hafi verið mikið um beinar pantanir á henni. Sýning sem þessi á fyllsta rétt á sér. Helsti galli við sýningarhald sem þetta á Íslandi er hversu fá hótelin eru, og af þeim sökum komust ekki allir þeir útlendingar til landsins, sem höfðu áhuga á að koma. Þá má nefna annan galla, fólk utan af landi kvartaði yfir hversu stutt sýningin stóð. Ef hún hefði staðið eins og tveimur dögum lengur hefði aðsóknin orðið enn meiri,“ sagði Ævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Seifs hf.

Kom mér á óvart

„Ég verð að segja að sýningin kom mér verulega á óvart,“ sagði Friðrik Gunnarsson framkvæmdastjóri hjá Vélasölunni hf.

„Áhuginn fyrir sýningunni var meiri en maður átti von á fyrir fram og þarna hitti maður bæði gamla viðskiptavini og nýja. Þá finnst okkur hreint ótrúlegt hversu mikið af pöntunum við fengum á sýningunni og sjáum við vart fram úr verkefnum í bili. Við erum ákveðnir í að taka þátt í næstu  sýningu og þá ætlum við að vera með tvöfalt meira pláss,“ sagði Friðrik.

Íslendingum til sóma

„Þessi sjávarútvegssýning var mjög góð og okkur Íslendingum til mikils sóma,“ sagði Jósafat Hinriksson, framkvæmdastjóri J. Hinriksson hf., en sennilega hefur enginn  Íslendingur tekið þátt í fleiri sjávarútvegssýningum en einmitt Jósafat.

„Margir útlendinganna sem ég hitti á sýningunni, sögðu, að sýningin hér væri sú besta, sem þeir hefðu séð. Hins vegar hentar það illa hér á landi að loka sýningum klukkan 18.00. Ástæðan er einfaldlega sú, að Íslendingar vinna það lengi að þeir komast oft ekki fyrr en undir kvöldmat, til að skoða. Þetta sást best á því, að þegar sýningunni var lokað klukkan 18.00  á daginn, var yfirleitt allt orðið fullt inni. Á sýningum erlendis get ég oft farið út kl. 17.00, þótt opið sé til klukkan 18.00, því eftir þann tíma koma ekki fleiri til að skoða. Því tel ég nauðsynlegt að næsta sýning sé opin til að minnsta kosti 19.00, helst til klukkan 20.00.“