Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda gagnrýndi sérstaka veiðigjaldið harðlega á aðalfundi samtakanna í síðustu viku.

,,Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrsti gjaldseðillinn var sendur út, hef ég átt nokkur samtöl við menn sem sjá ekki framtíðina fyrir sér í útgerð. Sjálfur er ég sannfærður um að það stenst ekki lög og reglur og hlýtur að koma til endurskoðunar.  Lítil byggðalög á landsbyggðinni geta hreinlega lent í því að þetta ríði baggamuninn hvað það varðar að þau hafi það af til framtíðar,“ sagði Arthur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.