Makrílveiðar eru hafnar við Færeyjar. Veiðigjald fyrir veiddan makríl er 0,75 danskar krónur á kílóið eða sem svarar 16 íslenskum krónum. Gjaldið gæti gefið hátt í tvo milljarða íslenskra króna, verði allur úthlutaður kvóti veiddur.
Gjaldið greiða uppsjávarskip, fyrrum uppsjávarskip og frysti- og rækjuskip en undanþegnir gjaldinu eru botnfisktogarar, línubátar og strandflotinn.
Sjá nánar um stjórn makrílveiða við Færeyjar í nýjustu Fiskifréttum.