Varðskipið ÞÓR var nýverið við eftirlitsstörf á NEAFC svæðinu á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg. Þegar komið var á svæðið voru þar tuttugu erlendir togarar, eitt erlent flutningaskip, eitt erlent olíuskip og tólf íslenskir togarar. Íslensku togararnir voru að veiðum fyrir innan fiskveiðimörkin en erlendu togararnir voru að veiðum í tveim hópum utar.

Fóru varðskipsmenn til eftirlits um borð í ellefu togara frá Rússlandi, Spáni, Portúgal og Færeyjum en einnig voru á svæðinu togarar frá Litháen, Þýskalandi og Noregi. Að sögn skipverja höfðu aflabrögð togarana verið léleg að undanförnu. Úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg hafa staðið yfir frá 10. maí og hafa eftirlitsskip frá Frakklandi og Spáni einnig sinnt eftirliti svæðinu.

Frá þessu er skýrt á vef Landhelgisgæslunnar. Sjá fleiri myndir þar.