Landhelgisgæslan var kölluð til á föstudagsmorguninn eftir að Jón á Hofi fékk tundurdufl í veiðarfærin hjá sér en hann var á veiðum í Jökuldýpi vestur af landinu. Björgunarskipið Hannes Hafsteinn frá Sandgerði flutti sprengjusérfræðinga ásamt kafara frá LHG um borð sem gerðu duflið öruggt til flutnings.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að duflið hafi verið með um 225 kg sprengjuhleðslu. Sérstökum lyftibelgjum var komið fyrir á duflinu, því var svo slakað í sjóinn, dregið á öruggan stað, sprengjuhleðslu komið fyrir við duflið og því síðan eytt.
Sjá myndbandið HÉR.