„Síðasta vika var gríðarlega spennandi en að sama skapi einnig annasöm,“ segir í færslu á vef landeldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Þar var fyrsti seiðahópurinn hjá fyrirtækinu bólusettur.

Er bólusetningin hafa gengið vonum framar en að spenna hafi verið í loftinu eins og gjarnan sé þegar hlutir eru gerðir í fyrsta skiptið.

„Það var NORVACC sem sá um verkefnið fyrir okkur en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í bólusetningum á seiðum. Stórt hrós til þeirra fyrir að sjá um þennan mikilvæga þátt, jafnvel í stýrðu umhverfi landstöðva okkar bætir bólusetning við aukið öryggislag, sem tryggir heilsu og framleiðni eldislaxins á lífsleiðinni,“ segir á laxey.is.