Fyrsta vika strandveiða skilaði alls um 300 tonnum þá þrjá daga sem heimilt var að veiða, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.
Fjöldi báta á bakvið aflann er 291, þar af 121 á svæði A. Svæði D hefur gefið mestan afla miðað við róðra, 693 kg að meðatali sem hver sjóferð hefur skilað. Hver sjóferð þann 3. maískilaði hæsta meðaltalinu á tímabilinu 724 kg hjá þeim 108 bátum sem þá komust á sjó. Þann dag var hæsta meðaltalið á svæði C hjá þeim 30 bátum sem réru 894 kg að meðaltali.
Sjá nánar á vef LS.