Útgerðarfyrirtækið Rammi hf á Siglufirði og Valka ehf í Kópavogi gerðu á dögunum með sér samning um kaup Ramma á vatnskurðarvél fyrir sjálfvirkan beingarðs- og bitaskurð, sem sett verður um borð í nýtt skip Ramma. Skipið, Sólberg ÓF, er í smíðum í Tyrklandi og verður afhent á næsta ári.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Ólafur Marteinsson er framkvæmdastjóri Ramma hf. "Við sjáum mikil tækifæri í þessari nýju tækni og teljum okkur með þessu vera að taka skref inn í framtíðina. Vinnslutækni um borð hefur ekki tekið miklum breytingum síðustu ár en nú er lag og við viljum vera í farabroddi með okkar skip."