Útgerðarfyrirtækið Rammi hf á Siglufirði og Valka ehf í Kópavogi gerðu á dögunum með sér samning  um kaup Ramma á vatnskurðarvél fyrir sjálfvirkan beingarðs- og bitaskurð, sem sett verður um borð í nýtt skip Ramma. Skipið, Sólberg ÓF, er í smíðum í Tyrklandi og verður afhent á næsta ári.

Tölvumynd af hinum nýja frystitogara Ramma hf.
Tölvumynd af hinum nýja frystitogara Ramma hf.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Þetta verður í fyrsta sinn sem vatnskurðarvél fer um borð í íslenskt skip. Skurðarvélin verður afhent með tvöfaldri braut og mun hún auka afköst vinnslunnar til muna og gera kleift að framleiða beinlausar afurðir um borð.

Ólafur Marteinsson er framkvæmdastjóri Ramma hf. "Við sjáum mikil tækifæri í þessari nýju tækni og teljum okkur með þessu vera að taka skref inn í framtíðina. Vinnslutækni um borð hefur ekki tekið miklum breytingum síðustu ár en nú er lag og við viljum vera í farabroddi með okkar skip."