Jóna Eðvalds SF er á leið til heimahafnar í Hornafirði með fyrstu síld haustsins, 530 tonn, að því er fram kemur á vef Skinneyjar-Þinganess, útgerðar skipsins.

Veiðar uppsjávarskipa á íslensku sumargotssíldinni í Breiðafirði hófust í gær. Jóna Eðvalds SF var fyrsta skipið á vettvang og gengu veiðarnar vel. Fleiri uppsjávarskip eru á leiðinni á miðin.