Það er líf og fjör hjá í mjöl- og lýsisvinnslu og uppsjávarvinnslu Eskju þessa dagana. Christian í Grótinum er að landa 3.500 tonnum í bræðsluna hjá en það er í þriðja sinn sem þeir landa núna síðasta mánuðinn. Vel gengur að landa aflanum og heldur skipið út innan skamms.

„Svo er það stundin sem beðið er með eftirvæntingu á hverju ári, fyrsta loðna ársins komin í hús. Norska skipið Hargrun kom til okkar í gærkvöldi með um 1.100 tonn af fínustu loðnu úr Barentshafinu. Aflinn fékkst í fjórum köstum norður af Noregi. Að sögn Hlyns Ársælssonar, rekstrarstjóra uppsjávarfrystihússins er löng sigling fyrir skipin að koma austur á Eskifjörð, eða um 950 sjómílur.

„Aflinn er í fínu standi þrátt fyrir langa siglingu til Eskifjarðar. Vinnslan fer ágætlega af stað hjá okkur, en smá hnökrar fylgja stundum þegar húsið hefur ekki verið keyrt í marga mánuði. En heilt yfir er þetta flott. Það er verið að frysta afurðir fyrir Asíu og austur Evrópu. Við eigum svo von á Steinevik til okkar um hádegi á morgun með 990 tonn af loðnu.”
Það má með sanni segja að það myndist alltaf ákveðin stemming þegar loðnulyktin fer að svífa um húsið," segir á fésbókarsíðu Eskju.