Fyrsta hrefna vertíðarinnar veiddist í Faxaflóa í gær. Það var báturinn Hafsteinn SK sem veiddi dýrið. Dýrinu var landað í morgun við Hafnarfjarðarhöfn og stefnt að því að vinna það strax svo unnt sé að nálgast nýtt og ferskt hrefnukjöt á grillið um helgina, að því er segir á vef Hrefnuveiðimanna.
Alls veiddust um 53 hrefnur í fyrra. Heimilt er að veiða 216 hrefnur í ár en markaðsaðstæður ráða hve mikið verður veitt. Hrefnuveiðimenn vonast til að vertíðin í ár verði betri en í fyrra. Verið er að útbúa Hrafnreyði KÓ til veiða og stefnt er að því að hún fari út í næstu viku.