Hrafnreyður KÓ - 100 veiddi fyrstu hrefnu sumarsins á mánudagskvöld. Hrefnan veiddist í Faxaflóa. Um er að ræða 7,9 metra kvendýr, nokkuð stór miðað við veiði á þessum árstíma. Dýrinu var landað við Hafnarfjarðarhöfn í gærmorgun og komið til vinnslu. Skurður á kjötinu hefst í dag og verður kjötið því komið í verslanir fyrir helgina.
Frá þessu er skýrt á vefnum hrefna.is. Því má bæta við að tveir bátar munu stunda hrefnuveiðar í sumar, Hrafnreyður KÓ og Hafsteinn SK.