Fyrsta yfirferð loðnumælinga bendir til þess að veiðistofn loðnu á yfirstandandi vertíð sé af svipaðri stærðargráðu og spár á síðasta ári gerðu ráð fyrir eða tæp 900 þús. tonn. Ráðgjöf stofnunarinnar um heildaraflamark fyrir vertíðina 2011/2012 mun liggja fyrir síðar í mánuðinum að loknum mælingum Árna Friðrikssonar.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hafrannsóknastofnunarinnar. Sem kunnugt  er gera visindamenn jafnan ráð fyrir að 400 þús. tonn verði skilin eftir til hrygningar í lok vertíðar þannig að samkvæmt þessu eru a.m.k. 500 þús. tonn til ráðstöfunar til veiða á þessari vertíð.

Sjá nánar frétt á vef Hafró .