Fyrri hluti strandveiða 2013 hefur almennt gengið vel, segir á vef Landssambands smábátaeigenda. Við upphaf síðara tímabils þeirra hafa alls 621 bátur tekið þátt í veiðunum og er heildarafli þeirra 3.976 tonn eða 6,4 tonn að meðaltali á bát.
Í maí veiddust 1.638 tonn í 3.558 sjóferðum sem gera 460 kg að meðaltali í róðri, en í júní voru róðrarnir 4.691 og gáfu þeir alls 2.338 tonn og meðaltalið því um hálft tonn í róðri.
Sjá nánar samantekt LS sem unnin er upp úr tölum frá Fiskistofu á www.smabatar.is