Í Chile stendur nú yfir smíði tveggja uppsjávarskipa fyrir Ísfélag Vestmannaeyja. Fyrra skipið verður afhent í lok þessa árs og um þessar mundir er verið að setja niður aðalvélina. Jafnframt er byrjað á seinna skipinu en afhending þess verður einu ári síðar.

,,Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um annað en að halda báðum skipunum, en við höfum sagt að annað þeirra gæti verið til sölu og þess vegna bæði, allt eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Ef við fengjum gríðarlega hagstætt tilboð í annað skipið myndum við auðvitað láta það fara því við erum óttaslegnir yfir hugleiðingunum um fyrningarleiðina. Það má í sjálfu sér segja að hálfgert glapræði sé að leggja í átta milljarða fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi með þessa ógn yfir sér,” segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarformaður Ísfélagsins í samtali við Fiskifréttir.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.