Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að fyrningarleiðin sem ríkisstjórnin hefur boðað sé ekki góð fyrir sjómenn. Þetta kemur fram í viðtali við Sævar í páskablaði Fiskifrétta.

Sævar segir að Sjómannasambandið leggist gegn þeirri hugmynd að útgerðarmenn verði látnir greiða fyrir afnot af auðlindinni með því að leigja kvóta af ríkinu. ,,Ef útgerðin þarf að leigja kvótann bendir allt til þess að leigan verði dregin frá skiptaverði eins og verið hefur. Með fyrningarleiðinni væri því verið að varpa hluta auðlindagjaldsins á herðar sjómanna. Við leggjum því til að kvótinn verði skilgreindur sem notendaréttur. Þær útgerðir sem nýta aflaheimildir sínar en braska ekki með þær fái að gera það áfram en greiði veiðileyfagjöld og auðlindagjald eins og verið hefur. Um þetta ætti að vera hægt að ná sátt,“ segir Sævar Gunnarsson.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum .