Ferjan Esperanza sem síleska skipafélagið Navimag tók í notkun á þessu ári, er sennilega eitt af sérkennilegri skipum heims. Allt má það rekja til vængjalaga stefnisins sem minnir helst á hákarlskjaft. Þetta er fyrsta nýsmíði Navimag en það var hannað af Naivform í Kaliforníu og smíðað í Bonny Fair skipamíðastöðinni í Kína.
Esperanza (s. Von) tekur 244 farþega og fjölda bíla og siglir frá Puerto Montt fyrir miðri Síle til Puerto Natales í Suður-Síle með viðkomu í fjölda hafna. Skipið er 150 metra langt og ætti ekki að fara framhjá sjófarendum á leið sinni milli hafna.
Navimag segir að með þessari hönnun á stefni stampi skipið síður, klýfur betur ölduna sem leiðir til aukinna þæginda farþega og dregur um leið úr eldsneytisnotkun. Auk farþega flytur skipið vörur á milli svæða í landinu. Boðið er upp á klefa af mismunandi gæðum en sigling milli Puerto Montt og Puerto Natales kostar 2.800 dollarar fyrir einstakling í „premium“ klefa og 1.400 fyrir tvo.
Áhugasamir geta kynnt sér ferjuna og siglingaleiðina á https://www.navimag.com/en/discover-our-new-ferry.