Ekki eru mörg ár síðan hrognin voru það eina sem hirt var af grásleppunni hér við land en fiskinum sjálfum fleygt. Nú er öldin öllur. Á árinu 2013 nam útflutningsverðmæti heilfrystrar grásleppu 240 milljónum.  Heildarmagn á bakvið töluna voru 1.116 tonn.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda . Nærri tveir þriðju magnsins fór beint til Kína. Annað er skráð til Hong Kong, annarra Asíulanda og Hollands, en telja verður líklegt að það hafi aðeins verið umskipunarhafnir og öll grásleppan hafi endað á borðum Kínverja.

„Hér er um einstaklega gleðilegar fréttir að ræða, þar sem aðeins örfá ár eru frá því útflutningsfyrirtækið Triton í samstarfi við Landssamband smábátaeigenda fann markað fyrir grásleppuna í Kína.  Að sögn Orms Arnarsonar hjá Triton eru markaðshorfur fyrir yfirstandandi ár nokkuð góðar og bindur hann vonir við að verð muni ekki lækka jafn mikið og búist var við,“ segir á vef LS.