Togarinn Langöy sem norska útgerðin Prestfjord Havfiske er að láta smíða í Vigó á Spáni mun geta unnið og fryst um 90 tonn af hausuðum og slægðum fiski á sólarhring.
Skipið er einnig með rækjuvinnslulínu með suðu og frystingu ásamt sjálfvirkum brettalausnum. Togarinn er 70 metra langur og 16 metra breiður, hannaður af Rolls Royce. Hann verður afhentur um áramótin 2015/16.