„Þetta frumvarp er ekki aðeins stórskaðlegt íslenskum sjávarútvegi og öllum sem við hann starfa heldur efnahag þjóðarinnar í heild. Frumvarpið fær falleinkunn í þessari hagfræðiúttekt. Öllum hlýtur að vera orðið ljóst að draga þarf frumvarpið til baka og hefja vandaða vinnu við undirbúning að gerð frumvarps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða með aðkomu fulltrúa allra þeirra sem í sjávarútvegi starfa," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á vefsíðu samtakanna.

Þar segir að fyrirhugaðar breytingar á stjórn fiskveiða muni hafa mikil áhrif á rekstur og efnahagslega stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og varlega áætlað lækki verðmæti aflaheimilda þeirra um meira en 50%.  EBITDA hagnaður þeirra dragist saman um allt 20%.

Vitnað er í skýrslu sérfræðingahópsins þar sem segir: „Frumvarpið leiðir því til þess að mun erfiðara verður fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri og vart réttlætanlegt hjá mörgum þegar raunverulegt verðmæti eigna verður langtum meira en virði skulda.”