,,Það sem er ólíkt með veiðunum í flokki minni báta hér í Noregi og á Íslandi er að frjálsar veiðar eru að heita má á öllum tegundum nema þorski. Það gildir til dæmis um ýsu sem við veiðum mest af og um steinbít, keilu og fleiri tegundir,” segir Bjarni Sigurðsson skipstjóri og einn eigenda Íslendingaútgerðarinnar Esköy í Tromsö, en útgerðin fékk afhentan nýsmíðaðan, glæsilegan bát frá Seiglu, Saga K, rétt fyrir jól.

,,Þorskkvótinn sem bátarnir í norska smábátakerfinu (bátar undir 15 metrum) fá úthlutað í upphafi árs er tiltölulega lítill eða 40-50 tonn. Þegar líður að hausti kemur í ljós hversu mikið hefur gengið á þorskkvótann á árinu og ef mikið er óveitt eru þorskveiðarnar gefnar frjálsar. Það gerðist haustið 2009 en ekki 2010. Núna í nóvembermánuði síðastliðnum voru þorskveiðarnar svo gefnar frjálsar á ný auk þess sem 30% frjáls meðaflaprósenta í þorski gilti frá ágústlokum,” segir Bjarni.

Sjá nánar viðtal við Bjarna í nýjustu Fiskifréttum.