Ákvörðun Jóns Bjarnasonar fyrrum sjávarútvegsráðherra um að gefa rækjuveiðar frjálsar árið 2010 var ólögmæt. Ríkið er þó ekki bótaskylt. Þetta kemur fram í álitsgerð lagastofnunar Háskóla Íslands.

Atvinnuveganefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar síðan í nóvember frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögum um hlutdeildarsetningu úthafsrækju og rækju á miðunum við Snæfellsnes. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðum á úthafsrækju stjórnað aftur samkvæmt meginreglu aflamarkskerfisins.

Síðasta ríkisstjórn ákvað árið 2010 að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar en í álitsgerð sem nefndin fékk Helga Áss Grétarsson hjá Lagastofnun Háskóla Íslands til að vinna, og birt var í dag, kemur fram að sú ákvörðun hafi verið ólögmæt og hana hefði ekki verið hægt að taka nema breyta lögum.

RÚV skýrir frá þessu.