Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur með reglugerðarbreytingu (1035/2017) stækkað friðunarsvæði hvala í Faxaflóa og eru nú hvalveiðar bannaðar innan þess svæðis sem nær frá Skógarnesi að Garðskagavita, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Reglugerð um Friðunarsvæði hvala má nálgast hér . Hún tekur gildi í dag.