Í júlímánuði voru sjö færeysk línuskip að veiðum í íslenskri lögsögu. Heildarafli þessara skipa var 327 tonn. Mest var um ufsa í aflanum, 95 tonn og keila var 76 tonn. Þorskaflinn var tæp 60 tonn, að því er fram kemur í frétt frá Fiskistofu.
Heildarbotnfiskafli færeyskra skipa á sjö fyrstu mánuðum ársins er nú tæp 2.289 tonn. Á sama tíma í fyrra var aflinn hins vegar 1.697 tonn. Heildarbotnfiskaflinn er því um 35% meiri í ár en á síðasta ári. Þorskaflinn er kominn í 484 tonn samanborið við 349 tonn í fyrra, en heimild færeyskra skipa á þessu ári er 1.200 tonn. Færeysk skip hafa því nýtt ríflega 40% af aflamarki sínum í þorski.