Á forsíðu Fiskifrétta2. september árið 1983 var sagt frá því að togarinn Freyr RE, sem hafði verið seldur til Englands og hlotið nafnið Ross Revenge, hafi verið seldur á ný og muni þjóna sem útvarpsstöð í framtíðinni.

„Framvegis mun Freyr gamli bera nafnið Radio Caroline. Radio Caroline er starfandi í Norðursjónum, undan SA-strönd Englands og ein af svonefndum sjóræningjastöðvum, en þær starfa utan landhelgi landa. Gamla Radio Caroline fórst í fárviðri í Norðursjó á árinu 1980,“ segir í fréttinni og rifjað upp að  Freyr var upphaflega í eigu Ingvars Vilhjálmssonar útgerðarmanns. Skipið kom til landsins árið 1960. Undir nafninu Ross Revenge varð það eitt mesta aflaskipið í Grimsby og í 50 mílna þorskastríðunum kom Ross Revenge oft við sögu.

Vakin er athygli á því að eldri árgangar Fiskifrétta, frá árunum 1983 til 2008, eru  nú aðgengilegir á vefnum Tímarit.is.