Tímamót urðu í langri útgerðarsögu Akraness á dögunum þegar línu- og netaveiðibáturinn Ebbi AK var seldur úr bænum með aflaheimildum sínum. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir þróunina sorglega fyrir bæ sem fyrir áratug hafi verið þriðja stærsta verstöð landsins. Framsali í fiskveiðistjórnarkerfinu sé um að kenna.