Hjá fyrirtækinu Eskju á Eskifirði er fullkomnasta uppsjávarfrystihús í Norður-Atlantshafi að rísa á. Við það skapast tugir nýrra starfa í bænum auk þess sem að um 100 manns starfa við byggingu þess.
Þá er ótalin sú mikla vinna og þekking sem þarf til en Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju, segir slík verkefni skila sér í auknum verðætum afurða og nýrri tækni sem síðan verður einnig útflutningsvara.