Fjögur íslensk fyrirttæki, HB Grandi, Norðanfiskur, Íslenska gámafélagið og Samskip undirrituðu í gær yfirlýsingu um endurvinnslu og útflutning frauðplasts.
Í fréttatilkynningu frá HB Granda kemur fram að þetta verkefnið sé byggt á frauðpressuvél sem staðsett er í Kistunni, sorpflokkunarstöð HB Granda á Akranesi, en félagið rekur sínar eigin sorpflokkunarstöðvar á öllum þremur starfsstöðum félagsins, í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði.
Pressuvélin minnkar ummál fiskikassanna um 95% og með því gefst tækifæri til þess að flytja plastið til endurvinnslu erlendis.
Kínverskt fyrirtæki hefur lýst yfir áhuga á að kaupa allt frauðplast sem til fellur í starfsemi HB Granda og er fyrsti gámurinn nú þegar kominn af stað í flutningi til Malasíu með sjö tonn af pressuðu frauðplasti. Í Malasíu verður efnið notað til þess að framleiða meðal annars mynda- og speglaramma.
„Með þessu verkefni er lagður grunnur að raunhæfri lausn til að endurnýta úrgang og skapa verðmæti. Markmið allra þriggja fyrirtækjanna er að vera leiðandi í umhverfismálum,“ segir í tilkynningunni.