Bretlandsmarkaður hefur hingað til verið langmikilvægasta sölusvæði Íslands fyrir ferskar unnar fiskafurðir. Það hlýtur því að teljast til nokkurra tíðinda að útflutningur á þessum vörum frá Íslandi til Frakklands skuli á síðasta ári hafa orðið nær jafnmikill og til Bretlands.
Þetta kom fram á markaðsdegi Iceland Seafood International í Reykjavík í síðustu viku í erindi Guðmundar Jónassonar deildarstjóra fersk fisks hjá fyrirtækinu.
Samdráttur hefur orðið í sölu á ferskum unnum þorskafurðum frá Íslandi til Bretlands síðustu þrjú árin á sama tíma og útflutningur til Frakklands hefur aukist jafnt og þétt. Sé eingöngu litið á ferska þorskhnakka, sem er dýrasta varan, hefur Frakklandsmarkaður tekið afgerandi forustu og er aukningin milli áranna 2009 og 2011 um 70% á sama tíma og samdráttur inn á Bretlandsmarkað hefur numið 22% .
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.