Marel heldur í nóvember næstkomandi sína fyrstu „Whitefish ShowHow“- sýningu um framtíðina í hvítfiski. Sýningin verður haldin í Progress Point, sýningarhúsi Marel í Danmörku.
Á sýningunni munu koma saman forystumenn í hvítfiskiðnaði hvaðanæva að úr heiminum til að kynna sér nýjustu vinnslutækni, ræða stefnur og strauma og hlýða á kynningar um tengd viðfangsefni. Viðburðurinn er einstakur fyrir framleiðendur til að kynnast straumum og stefnum í hvítfiskiðnaði og hitta helstu sérfræðinga á því sviði.