„SFÚ hefur verulegar áhyggjur af framtíð fiskmarkaða á Íslandi. Framboð hráefnis hefur dregist saman og þeir einyrkjar sem verið hafa með sjálfstæðar útgerðir hafa selt sínar aflaheimildir með þeim afleiðingum að mikil samþjöppun er að verða í greininni. Ef ekkert verður að gert er framtíð fiskmarkaða á Íslandi í uppnámi. Fiskmarkaðirnir eru stærstu birgjar aðildarfyrirtækja SFÚ og því ógnar þessi þróun framtíð aðildarfyrirtækja SFÚ.“
Svo segir í ályktun aðalfundar Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ).
Jafnframt er gjaldskrárhækkun stærsta fiskmarkaðar landsins í byrjun árs gagnrýnd, settar fram hugmyndir um samræmingu uppgjörs við sjómenn og lýst áhuga á samstarfi við ný samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Sjá nánar á vefsíðu SFÚ