Kveðið er á um það í nýju fiskiveiðilagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar að varalegt framsal aflaheimilda skuli bannað.
,,Þó er í bráðabirgðaákvæði til 15 ára heimild til varanlegs framsals, með þeim takmörkunum að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eigi, f.h. ríkissjóðs, sem og sveitarfélög, skýran forleigurétt. Við ákvörðum um hvort forleiguréttur sé nýttur skal gæta að jafnræði, byggðasjónarmiðum og hagkvæmri nýtingu auðlindarinnar,” segir í athugasemdum við frumvarpið.
Um leigukvóta segir: ,,Framsal á aflamarki verði takmarkað innan fiskveiðiársins við 25% og réttindi til framsals verði áunnin með veiðum.