Skinnfiskur í Sandgerði vinnur úr 20 þúsund tonnum af fiskafskorningi og slógi á ári og framleiðir úr því jafn mikið minkafóður fyrir danskan markað.
Dönsk minkabú kaupa 200 þúsund tonn á ári af fiiskmarningi hvaðanæva úr heiminum og er hlutur Skinnfisks í þessu magni um 10%.
Hráefnið fæst frá fiskvi nnslu á Suðvesturhorninu. Í verksmiðjunni er hráefnið grófhakkað og dælt í plötufyrsta. Engar pakkingar eru notaðar um framleiðsluna. Skipað er að jafnaði út 1.000 tonnum í einu. Hjá Skinnfiski starfa um 20 manns en fyrirtækið er í eigu systkinanna Guðlaugar Birnu, Rögnu Maríu og Leifs Arabarna.
Sjá nánar í Fiskifréttum.