Um helgina kom nýsmíðað uppsjávarskip til Fuglafjarðar í Færeyjum. Skipið er í eigu færeyska útgerðarfélagsins Framherja, sem er að hluta til í eigu Samherja.

Skipið heitir Högaberg og er 69,9 metra langt, 15 metra breitt og ber um 2.500 tonn. Skrokkur skipsins var smíðaður í Póllandi en lokið var við smíðina í skipasmíðastöðinni Stadyard í Noregi.

Sjá nánar myndir frá Færeyska sjómannatrúboðinu HÉR.