Um þessar mundir er hálf öld liðin frá því Hafrannsóknastofnun var komið á fót. Af því tilefni verður hátíðardagskrá í Hörpu í dag að því er fram kemur á vef Hafró.

„Á þessum tíma hafa orðið miklar breytingar á starfsemi stofnunarinnar. Við höfum færst frá fiskileit til fiskverndar, frá því að lýsa náttúrufyrirbærum til þess að skýra orsakasamhengi þeirra og frá átakaumræðu til upplýstrar umræðu,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í tilefni afmælisins.