Kaldvík tilkynnti í um morgun um að laxeldisfyrirtækið og forstjóri þess, Roy Tore Rikardsen, hefðu komist að samkomulagi um að hann muni láta af störfum sem forstjóri þegar í stað. Roy Tore tók við forstjórastöðunni 1. september 2024.

Fram kemur að Roy-Tore muni áfram vera félaginu innan handar út febrúar næstkomandi.

Vidar Aspehaug, sem hefur starfað hjá Kaldvík frá árinu 2022, tekur við stöðu forstjóra til bráðabirgða á meðan stjórnin hefur leit að nýjum forstjóra.

Vidar hefur setið í framkvæmdastjórn Kaldvíkur undanfarin þrjú ár en hann stýrir teymum félagsins á sviði fiskaheilsu og gæðaeftirliti. Hann er stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri PatoGen AS, norskrar rannsóknarstofu á sviði fiskaheilsu.