Magnús Bjarnason hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Icelandic Group. Árni Geir Pálsson, stjórnarmaður í Icelandic Group, hefur að beiðni stjórnar fallist á að taka að sér starf forstjóra hjá félaginu. Jóhann Gunnar Jóhannsson, fjármálastjóri Icelandic, mun samhliða núverandi starfi verða staðgengill forstjóra.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Þar segir að Magnús hafi sl. tvö ár stýrt félaginu og leitt árangursríka sameiningu starfseminnar í Bretlandi í eitt fyrirtæki.
Árni Geir Pálsson, sem tekur við forstjórastarfi Icelandic Group, hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2011. Í fréttinni segir að hann hafi því mikla þekkingu og yfirsýn yfir starfsemi félagsins en auk stjórnarstarfa fyrir félagið starfaði hann hjá Icelandic á árunum 2000-2005.
Sjá nánar á vef Icelandic, HÉR