Sigfús Helgason, safnstjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri, er í áhöfn eikarbátsins Húna II EA 740 og var annar af tveimur skipsverjum sem lét sig falla fyrir borð á reglubundinni björgunaræfingu á mánudaginn í síðustu viku.

„Það er ýmislegt á mann lagt að vera safnstjóri,“ benti Sigfús á í færslu á Facebooksíðu Iðnaðarsafnsins. „Þetta var töluverð lífsraun að hoppa í hafið si sona, enn allt fór þó vel að lokum og báðir mennirnir björguðust giftursamlega, þökk sé fumlausum viðbrögðum áhafnar Húna ll,“ bætti hann við.