Síldarvinnslan hefur fest kaup á nýju og glæsilegu uppsjávarskipi sem vekur ekki síst athygli fyrir innréttingar og aðbúnað áhafnar.
Í norska blaðinu Kystmagasinet birtist grein um Malene S þegar verið var að leggja lokahönd á skipið í Tyrklandi í nóvember 2012. Vitnað var í blaðið á vef Fiskifrétta og þar kom fram að skipið væri næststærsta fiskiskip Norðmanna. Skipið kostaði um þrjá milljarða íslenskra króna miðað við þáverandi gengi. Í norska blaðinu er fullyrt að ekki sé hægt að finna flottara skip en Malene S og helst megi líkja því við skemmtiferðaskip. Innréttingar séu meðal annars úr gegnheilum viði og marmara. Sjá greinina og fleiri myndir í Kystmagasinet HÉR .
Einnig er fjallað um málið í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.