Í nýjasta tölublaði Fiskifrétta er fjallað ítarlega um tvö ný og glæsileg uppsjávarskip sem komu til landsins seint í desember síðastliðnum, Víking AK og Beiti NK.

Mikil endurnýjun hefur orðið í uppsjávarskipum Íslendinga á síðustu fjórum árum. Sex ný eða nýleg skip hafa verið keypt til landsins og reikna má með því að fjárfesting í þeim nemi eitthvað á þriðja tug milljarða króna. Um er að ræða skip sem smíðuð eru á árunum 2012 til 2015. Þrjár stærstu útgerðirnar í uppsjávarfiski standa að þessari endurnýjun.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.