Árið 1913 kastaði tvítugur Þjóðverji að nafni Richard Platz flöskuskeyti í sjóinn. Í flöskunni var póstkort frá Danmörku. Í síðasta mánuði fann fiskimaður á veiðum í Eystrasalti flöskuna, 101 ári eftir að henni var varpað í hafið.
Þegar farið var að grafast fyrir um sendandann kom í ljós að hann var frá Berlín og hafði hann beðið um að sá sem flöskuskeytið fyndi sendi sér póstkortið til baka. Sendandinn er nú allur en póstkortið er komið í hendur barnabarns hans.
Frá þessu er skýrt á danska vefnum nordjydske.dk