Kórallar í öllum regnbogans litum blöstu við þegar olíuborpallur úr Norðursjó var dreginn inn til Harðangursfjarðar í Noregi, að því er fram kemur á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.

Hér eru um nokkrar tegundir kóralla að ræða og suma mjög sjaldgæfa. Einn þeirra, Lophelia-koloniene, hefur náð 1,5 metra í þvermál og er ekki óalgengt að finna hann á olíupöllum. Pallurinn hefur verið um 30 ár úti á sjó og það þýðir að kórallinn hafi vaxið um 2,5 sentímetra á ári.

Það finnast engin náttúrulega kóralrif í miðhluta Norðursjávar. Kórallarnir myndast við það að lirfur sem fljóta um sjóinn finna sér heppilegan stað til að festa sig á. Lophelia-kórallinn þarf hafsbotn með steinum til að ná festu og vaxa á. Slíkan botn er ekki að finna í Norðursjónum og því eru engin kóralrif á því svæði, nema þá á olíuborpöllum.

Þess má geta að kóralrif finnast inni í sjálfum Harðangursfirði enda annað botnslag þar.